Forsíða
27. júní 2006
Akurskóli tilbúin

Tækniþjónusta SÁ óskar íbúum í Reykjanesbæ til hamingju með nýjan og  glæsilegan grunnskóla í Innri Njarðvík.

Fyrsti áfangi þessa nýja grunnskóla var tekinn í notkun haustið 2005 en við hönnun hans var leitast við að búa nemendum námsumhverfi sem kemur til móts við ólíkar þarfir hvers og eins.

Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin 20. mars 2004 en undirbúningur að byggingu skólans hófst haustið 2003.

Tekin var sú ákvörðun að nýta teikningar Heiðarskóla sem byggður var árið 2000 og nýta þannig þá góðu reynslu sem fengin var. Með því nýttist þarfagreining og undirbúningsvinna sem fram fór vegna þeirrar byggingar áfram við byggingu Akurskóla.

Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. hafði umsjón með byggingu skólans og leigir Reykjanesbær húsið af félaginu. Reykjanesbær er ásamt 5 öðrum sveitarfélögum eigandi að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf.

Arkitekt hússins er Bjarni Marteinsson á Arkitektastofu Suðurnesja. Byggingameistari hússins er Hjalti Guðmundsson en um verkstjórn verksins sáu auk Hjalta, synir hans þeir Andrés og Guðmundur Hjaltasynir. Um hönnun burðarvirkja og lagna sá Sigurður Ásgrímsson á Tækniþjónustu SÁ og um hönnun raforkuvirkja sá Guðmundur Guðbjörnsson hjá Rafmiðstöðinni. Verkefnisstjórn undirbúnings og framkvæmda við byggingu skólans var í höndum Samúels Guðmundssonar byggingatæknifræðings á Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar THG. Nesprýði hafði umsjón með jarðvinnu og framkvæmdum á lóð skólans. Um eftirlit með framkvæmdum sá Verkfræðistofa Suðurnesja.

Akurskóli verður fullbyggður um 7.500 m2 en fyrsti áfangi hans er alls 3.487 m2 á tveimur hæðum auk kjallara.

Áætlaður byggingarkostnaður 1.áfanga skólans er um 580 milljónir króna án verðbóta á byggingartíma og bendir nú allt til að sú kostnaðaráætlun standist. Við hönnun hússins tókst að lækka kostnað við byggingu skólans um 11% eða um 70 m.kr. frá sambærilegum hluta Heiðarskóla þó hvergi væri slakað á gæðakröfum við byggingu skólans.Til baka


Tækniþjónusta SÁ ehf | Hafnargötu 60 | Reykjanesbæ | Sími: 421 5105 | Fax: 421 5173 | Netfang: sigurdur@bergfast.is

Forsíða | Um TSÁ | Stafsfólk | Verksvið | Fréttir | Verk | Hafa samband